laugardagur, 2. febrúar 2008

Af frosti og ferðalögum

Þorrinn stendur aldeilis undir nafninu sínu. Það er að segja ef maður tengir hann við frosthörkur og snjó. Bíllinn okkar - sá blái - sem við vorum með í Borgarfirðinum kann víst betur við að hitastigið fari ekki niður undir 20 gráðurnar. Hann neitaði að fara í gang í gær, þegar ætlunin var að bregða sér á höfuðborgarsvæðið. Við snérum á hann og tókum rútuna í bæinn - þar var sá græni tilkippilegur.
Mamma stóð í stórbakstri á bollum fyrir bolludaginn þegar ég leit við hjá henni áðan. Hún virðist komin á þokkalegt ról.

Engin ummæli: