föstudagur, 26. október 2007

það er blautt

Það er búið að rigna þessi ósköp að undanförnu - varla hundi út sigandi á stundum. Og það rignir jafnt í Ríó sem í Reykjavík. Þannig að það er ekki bara hér á landi á.
Vikan búin (hér um bil) og komin helgi. Þá förum við Dóra til R og hittum húsdraugana þar - og sækjum Bláma í Smyrlahraunið. Bergrún skildi hann þar eftir, þriðjudagsmorguninn sem hún flaug utan áleiðis til Brasilíu. Þar verður spilað í kvöld í rigningu.
Mamma er enn á sjúkrahúsinu. Þetta dregst og dregst. Ég er hræddur um að hún sé farin að missa trúna á bata.
Vona það besta.....

Engin ummæli: