
Mér hefur aldrei verið neitt sérstaklega um afmæli gefið og síst af öllu mín eigin. Ég lendi samt í því árlega að einhverjir átti sig á því að þessi árlegi dagur sé upp runninn og "láti það berast". Mér finnst ég þá standa hálf berrassaður á sviði - hvað er svona merkilegt við afmæli?
Lenti í þessu í gær. Krakkar fóru að syngja afmælissöng.
Sit nú við tölvu í Hólmgarði og pikka. Dóra varð eftir í Borgarfirði - með botn og allt - fékk "stelpuhóp" þangað uppeftir í gær og dvaldi í sumarbústað í nótt eftir fagnað í gærkvöld. Hún kemur e.t.v. seinna í dag.
Lenti í þessu í gær. Krakkar fóru að syngja afmælissöng.
Sit nú við tölvu í Hólmgarði og pikka. Dóra varð eftir í Borgarfirði - með botn og allt - fékk "stelpuhóp" þangað uppeftir í gær og dvaldi í sumarbústað í nótt eftir fagnað í gærkvöld. Hún kemur e.t.v. seinna í dag.
Þetta er ekki ég - en þungt hugsi
Ég er að fara að drífa mig á tónleika eftir tvær mínútur - Bergrún er að spila í Norrænahúsinu kl. 14:00.
Heimsæki mömmu á sjúkrahúsið á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli