mánudagur, 19. janúar 2009

Það er nú svo...

Þá er lífið að komast aftur í einhverjar skorður eftir fráfall pabba gamla. Gömlu stelpurnar (systur mínar) eru þó enn á landinu en búnar að losa sig við karlpeninginn. Heiða og hennar lið fer á fimmtudaginn, snemma. Við reynum að hitta þau áður en þau taka sig á loft.
Tíminn nemur ekki staðar. Ég efast um að það dygði að stöðva allar klukkur og tímamæla - jörðin héldi samt sem áður áfram þessu eirðarlausa hringsóli sínu um sólina.

Engin ummæli: