miðvikudagur, 9. apríl 2008

Úr uppsveitum

Og ég sem hélt að það væri komið vor! Sólin komin hátt upp á himinhvelfinguna en samt sami kuldagjósturinn, frost og snjór. Annars er óþarfi að vera að kvarta yfir veðráttu.
Bergrún er að yfirgefa klakann enn og aftur. Kannski sjáum við hana ekki fyrr en í júní.
Tíðindi eru annars engin, þannig að það er óþarfi að vera að eyða plássi í eitthvað marklaust kjaftæði. Verst er að eini maðurinn hér um slóðir, sem hægt hefur verið að æsa upp með pólitískum olnbogaskotum, er í endurhæfingu í Hveragerði, hefur ekki sést síðan nokkru fyrir páska.

Engin ummæli: