
Það má auðvitað segja að maður sé kominn í frí. Ég fór ekki í vinnu í morgun en á þó eftir að ganga frá ýmsu.
Nú er Ranka systir á landinu, eins og komið hefur fram. Í gær kíktum við Heiða og Skarphéðinn í Hólabergið og átum þar ljúffenga rjómatertu sem Ranka hafði bakað. Fór með Dóru þangað í morgun til að smakka á þeirri sömu tertu. Ég skrapp svo með pabba í bankaleiðangur en Dóra fór í ferðalag með mömmu sína, Díu, Oddnýju og Úu. Ferðinni var heitið á Þingvelli og víðar. Hér er mynd af Rönku o.fl
Sit hér einn heima - það er ekkert slæmt. Veðrið er gott og fuglarnir syngja og kettirnir eru væntanlega á veiðum - þetta er veiðitími þeirra. Máni er samt hættur að bera björg í bú, enda þekkir hann það af biturri reynslu að því er ekkert vel tekið. Furðulegt með mennina sem sjálfir drepa sér til matar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli