mánudagur, 3. nóvember 2008

Kvitta

Það er nú ekki í frásögur færandi að segja frá því að við Dóra vorum í Reykjavík um helgina. Það er alltaf þetta span á okkur. Vorum á sömu slóðum helgina áður. Þá útskrifaðist Oddný úr HÍ - kominn tími til. Ég held ég þekki engan sem eytt hefur meiri orku í BA verkefni - hefur unnið að þessu undanfarinn áratug eða svo.
Vorum að fúga milli gólfflísa á baði. Gott ef við verðum ekki álíka lengi að klára þetta bað eins og Oddný BA verkefnið.
Við hittum Heiðu og syni á skæpinu. Þau láta ekkert illa af sér þrátt fyrir gengisfall Íslendinga í Danmark.
Ég eyði reyndar of miklum tíma í vangaveltur yfir efnahagsástandinu. Stefni samt að því að reyna að ná áttum.

Engin ummæli: