
Það er enn og aftur komin helgi - tíminn líður hratt. Við Dóra sitjum þó sem fastast á Varmalandi og förum ekki fet, nema kannski í Borgarnes. Ég var reyndar lagður af stað á Borðeyri seinni partinn í gær og var kominn upp að Hreðavatni þegar ég áttaði mig á að ég hefði ekki lykil að Brynjólfshúsi meðferðis. Snéri því við til baka. Hrefna og Gummi komu í heimsókn. Þau voru á leiðinni vestur á Barðaströnd að smala um helgina. Þau smala fyrir Einar og Bíbí - hafa gert það nokkrum sinnum.
Síðustu dagana hef ég kennt saman tveimur bekkjum - 4. og 5., og geri það fram á miðvikudag. Á mánudag verður farið með börnin í Þverárhlíðarrétt.
Svona er nú það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli